
31 mar. 2008[v+]http://icelandexpress.is/[v-]Iceland Express[slod-] og KKÍ hafa haldið áfram með borgarskotið sem vakti mikla lukku í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna í fyrra. Leikurinn er með sama sniði í ár. Fjórir áhorfendur fá að reyna skot á milli leikhluta á öllum leikjum í úrslitakeppnunum. Takist þeim að hitta vinna þeir sér inn ferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Iceland Express. Á leik Skallagríms og Grindavíkur vann Valur Valsson sér inn ferð fyrir tvo til [v+]http://icelandexpress.is/afangastadir/borgir/basel/[v-]Basel[slod-]. Valur æfir körfubolta með yngri flokkum Skallagríms. Hann á ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana en hann er sonur [v+]http://www.kki.is/tolfraedi_ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=7632[v-]Vals Ingimundarsonar[slod-].

