21 mar. 2008Stóri dansinn eins og þeir kalla það í Bandaríkjunum er hafinn og voru margir hörkuleikir á dagskrá í gær. Einna mesta athygli vakti leikur Duke og Belmont en himinn og haf er á milli þessara skóla hvað varðar getu. Duke vann með einu stigi en [v+]http://scores.espn.go.com/ncb/player/profile?playerId=31708[v-]Gerald Henderson[slod-] skoraði sigurkörfuna þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Belmont átti svo innkast undir körfu Duke þegar rúmar 2 sekúndur voru eftir en innkastkerfið mistókst og Duke slapp með skrekkinn. Hægt er að sjá viðtal við Mike Krzyzewski eftir leikinn [v+]http://sports.espn.go.com/broadband/video/videopage?videoId=3304373&categoryId=2459792[v-]hér[slod-] Eins og áður hefur komið fram er hægt að fá aðgang að þessum leikjum með því að hafa samband við Símann eða Skjáinn. Í sportpakkanum þar er sjónvarpsstöðin NASN sem sýnir frá háskólakörfuboltanum. Í dag klukkan 15:00 verður umræðuþáttur þar sem spekingar fara yfir leiki gærdagsins sem og komandi leiki en klukkan 16:00 hefst svo útsending frá leik ST Marys og Miami. Auk hans verða 3 aðrir leikir sýndir beint. Hægt er að sjá hvaða leikir eru sýndir [v+]http://www.nasneurope.com/content/nasn/portal.nsf/systemcontent/tvschedule?open&dateadjust=0&[v-]hér[slod-] Umfjöllun og viðtöl má finna [v+]http://sports-ak.espn.go.com/ncb/index[v-]hér[slod-]