19 mar. 2008Keflavík tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna þegar þær sigruðu lið Hauka í þriðja sinn. Lokatölur leiksins urðu[v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002901_3_1[v-]82-67[slod-] og var Pálína Gunnlaugsdóttir með 22 stig í leiknum fyrir Keflavík. TaKesha Watson lék einnig vel en hún skorai 18 stig, sendi 13 stoðsendingar og tók 7 fráköst í leiknum. Hjá Haukum var Victoria Crawford stigahæst með 25 stig. Keflavík vann því einvígið 3-0 og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta annað hvort liði Grindavíkur eða KR. Grindavík sigraði KR í kvöld [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002901_3_2[v-]66-78[slod-]. Staðan í einvigi liðanna er því 2-1 fyrir KR en næsti leikur verður á heimavelli Grindavíkur á laugardag. Úrslitakeppni 1. deildar karla hófst í kvöld og það voru heimaliðin sem náðu að sigra fyrstu leikina. FSu sigraði Hauka 113-90 á Selfossi og Valur sigraði Ármann 79-77 í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni. Liðin munu mætast aftur á laugardag.