18 mar. 2008Eins og komið hefur fram fer fram lokaumferðin í Iceland Express deild karla í kvöld og nú lítur út fyrir að 4 leikir verði í beinni í nýja upplýsingakerfi KKÍ. Við minnum þó enn og aftur á að enn er verið að prófa og ekki víst að allt gangi upp. [v+]http://server3.mbt.lt/prod/kki/netcasting/[v-]Hér[slod-] má finna síðuna með yfirliti yfir leikina sem verða í beinni en þeir birtast þar um leið og félögin tengjast kerfinu í kvöld. Þeir leikir sem verða að öllum líkindum í beinni eru Njarðvík – Grindavík, Stjarnan – Tindastóll, KR – Skallagrímur og Keflavík – Fjölnir. Reikna má með að Þórsarar verði með beina textalýsingu af sínum leik á heimasíðu sinni og þá ætlar karfan.is að vakta leik ÍR og Hamars svo körfuknattleiksunnendur ættu að geta fylgst náið með á netinu. Þá getur fólk kíkt á [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php[v-]heimasíðu[slod-] nýja kerfisins en taka verður tillit til þess að hún er ekki tilbúin, í raun aðeins eins og hún kemur frá MBT. Þarna má þó gera sér grein fyrir hvað verður í boði þegar fram líða stundir.