15 mar. 2008Keflavík sigraði fyrsta leikinn gegn Haukum í viðureign liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Framlengja þurfti leikinn en Keflavík sigraði að lokum [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002901_1_1[v-]94-89[slod-]. Birna Valgarðsdóttir skoraði fyrstu 6 stigin í framlengingunni fyrir Keflavík og lagði grunninn að sigrinum. Hún skoraði alls 18 stig í leiknum en TaKesha Watson var stigahæst Keflvíkinga með 30 stig. Hjá Haukum var Victoria Crawford stigahæst með 32 stig og Telma Fjalarsdóttir skoraði 14 stig og tók 22 fráköst. Keflavík og KR leiða því einvígin í fyrstu umferðinni en það þarf þrjá sigra til að komast áfram. Á morgun mætast Grindavík og KR klukkan 19:15 í Grindavík og Haukar mæta svo Keflavík á mánudag.