15 mar. 2008Úrslitamótið í 8.fl.stúlkna fór fram í Reykjanesbæ um helgina á heimavelli Keflavíkur. Keflavík og Grindavík mættust í síðasta leik mótsins sem jafnframt var úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaleikurinn var eins og alvöru úrslitaleikir eiga að vera - frábær skemmtun og spennandi allan leikinn. Stelpurnar í báðum liðum eiga hrós skilið fyrir þann skemmtilega körfubolta sem þær buðu uppá. Lokatölur leiksins voru 30-28 fyrir Keflavík en Keflvíkingar leiddu 7-6 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 9-10 fyrir Grindavík, eftir þriðja leikhluta var jafnt 21-21. Eftir háspennu fjórða leikhluta urðu svo lokatölur 30-28 og Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í 8.fl.stúlkna 2008 Það var Hannes S.Jónsson formaður KKÍ sem afhenti verðlaunin í Reykjanesbæ í dag.