14 mar. 2008Það var mikið um að vera í körfuboltaheiminum í kvöld. KR vann fyrsta leikinn í einvígi KR og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna. Keflavík sigraði Skallagrím og tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Hildur Sigurðardóttir lék vel fyrir KR gegn sínum gömlu félögum. Hún skoraði 28 stig og tók 13 fráköst í leiknum í kvöld og hjálpaði KR að vinna [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002901_1_2[v-]68-81 [slod-] sigur. [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=5868&Itemid=1[v-]Umfjöllun um leikinn á karfan.is[slod-]. Keflavík sigraði Skallagrím í Borgarnesi [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_21_3[v-]76-84[slod-] og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla og heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Bobby Walker skoraði 34 stig fyrir Keflavík í leiknum. Stjarnan sigraði Hamar í Hveragerði [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_21_5[v-]70-82[slod-] og á því enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. 5 leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Breiðablik vann Hött á Egilsstöðum 79-98, KFÍ sigraði Þór Þorlákshöfn 91-92, Valur sigraði Reyni Sandgerði 77-89 og FSu lagði Hauka 81-104. Úrslit úr leik Þróttar Vogum og Ármanns hafa enn ekki borist.