13 mar. 2008Haukar sigruðu í gærkvöldi lið KFÍ á Ísafirði og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla. Leikur KFÍ og Hauka var æsispennandi en Sveinn Ómar Sveinsson skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002686_17_4[v-]85-86[slod-] fyrir Hauka. Það er því ljóst að FSu, Valur, Ármann og Haukar munu leika í úrslitakeppni deildarinnar um sæti í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. Lokastaða liðanna er þó ekki komin á hreint ennþá en það er mögulegt að Ármann komist upp fyrir Hauka eftir lokaumferðina. FSu og Valur eru þegar búin að tryggja sér heimavallarréttindi í fyrstu umferðinni. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002686.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].