12 mar. 2008Aganefnd KKÍ hefur tekið fyrir þrjú mál sem bárust henni. 2 leikmenn og einn þjálfari voru dæmdir í eins leiks bann. Bojan Popovic, leikmaður KFÍ, fékk eins leiks bann vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í 1. deild karla í síðustu viku. Hann mun því ekki vera með í leik KFÍ gegn Þór frá Þorlákshöfn á föstudaginn. Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars í Iceland Express deild kvenna, fékk eins leiks bann eftir leik Keflavíkur og Hamars í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna. Hann mun því missa af fyrsta leik næsta tímabils. Florian Miftari, leikmaður Skallagríms, var dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik gegn Njarðvík. Hann verður því í leikbanni á móti Keflavík á föstudaginn.