7 mar. 2008Í gær voru fjórir leikir í Iceland Express deild karla. Stjarnan sigraði ÍR í Seljskóla og tryggði þar með sæti sitt í deildinni á næsta ári. Hamar og Fjölnir eru því fallin. Leikur ÍR og Stjörnunnar var spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Dimitar Karadzovski skoraði úr tveimur vítum og kom Stjörnunni þremur stigum yfir þegar lítið var eftir af leiknum. ÍR-ingar þurftu því þriggja stiga körfu en það gekk ekki upp og Stjarnan sigraði [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_20_6[v-]84-87[slod-]. Keflavík hélt sér á toppi deildarinnar með því að sigra Tindastól 106-85. KR sigraði Hamar nokkuð örugglega á heimavelli sínum [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_20_1[v-]95-66[slod-]. Njarðvíkingar unnu stóran sigur á liði Skallagríms í Ljónagryfjunni [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_20_3[v-]113-83[slod-]. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].