5 mar. 2008Þrír leikir voru í gær í 1. deild karla. Breiðablik tryggði sér sæti í Iceland Express deildinni á næsta tímabili með því að sigra Val. Breiðablik hefur því unnið 15 leiki í deildinni í vetur og aðeins tapað einum sem dugar þeim til að vera öruggir í efsta sæti deildarinnar. Enn er gífurleg barátta um sæti í úrslitakeppninni en þau lið sem enda í 2.-5. sæti mætast í úrslitakeppni í vor. Þar verður leikið um eitt laust sæti í Iceland Express deild karla. Leikur Breiðabliks og Vals var hörkuspennandi, enda mikið í húfi fyrri bæði lið. Blikar náðu að tryggja sér sigur í blálokin [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002686_16_5[v-]64-62[slod-]. FSu sigraði Hött á Egilsstöðum 80-93 og Ármann/Þróttur sigraði Þór Þorlákshöfn í Laugardalshöll [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002686_17_5[v-]107-73[slod-].