5 mar. 2008Aganefnd hefur tekið fyrir tvö mál sem bárust henni í síðustu viku. Ingvi Steinn Jóhannsson, þjálfari Þróttar Vogum í 1. deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem kom upp í leik Þróttar Vogum gegn Þór frá Þorlákshöfn. Aganefndin hefur einnig tekið fyrir kæru sem barst á Yngva Gunnlaugsson, þjálfara Hauka í Iceland Express deild kvenna. Úrskurður Aganefndar er svohljóðandi: Aganefnd lítur svo á að þrátt fyrir að ummæli kærða verði að teljast óheppileg og geti sem slík verið túlkuð á þann hátt að rýrð sé varpað á starfsheiður dómara í umræædum leik, sé ekki rétt að beita refsiviðurlögum að svo stöddu. Hins vegar vill nefndin árétta að hún telur mikilvægt að forsvarsmenn félaga sýni gott fordæmi með framkomu sinni á leikjum, gagnvart öllum þeim sem þar koma að málum.
Aganefnd úrskurðar í tveimur málum
5 mar. 2008Aganefnd hefur tekið fyrir tvö mál sem bárust henni í síðustu viku. Ingvi Steinn Jóhannsson, þjálfari Þróttar Vogum í 1. deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem kom upp í leik Þróttar Vogum gegn Þór frá Þorlákshöfn. Aganefndin hefur einnig tekið fyrir kæru sem barst á Yngva Gunnlaugsson, þjálfara Hauka í Iceland Express deild kvenna. Úrskurður Aganefndar er svohljóðandi: Aganefnd lítur svo á að þrátt fyrir að ummæli kærða verði að teljast óheppileg og geti sem slík verið túlkuð á þann hátt að rýrð sé varpað á starfsheiður dómara í umræædum leik, sé ekki rétt að beita refsiviðurlögum að svo stöddu. Hins vegar vill nefndin árétta að hún telur mikilvægt að forsvarsmenn félaga sýni gott fordæmi með framkomu sinni á leikjum, gagnvart öllum þeim sem þar koma að málum.