4 mar. 2008Í kvöld verða þrír leikir í 1. deild karla. Breiðablik getur tryggt sér sæti í Iceland Express deildinni á næsta ári með því að sigra Val í kvöld. Blikar gátu tryggt sér sætið í síðasta leik en töpuðu á Selfossi fyrir FSu. Þeir hafa sex stiga forskot á Val og FSu og það eru 6 stig eftir í pottinum. Sigur í kvöld tryggir þeim því efsta sætið í 1. deild karla. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld í Smáranum. Klukkan 18:30 verður leikur Hattar og FSu á Egilsstöðum. Þessi leikur er mikilvægur fyrir bæði lið en FSu þarf að sigra til að eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Höttur er enn í fallbaráttu og þurfa að ná sér í stig til að tryggja að Reynir Sandgerði nái þeim ekki. Ármann og Þór Þorlákshöfn mætast svo í Laugardalshöllinni klukkan 20:30 í kvöld. Þessi lið eru í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni og má því búast við hörkuleik. Í gær var einn leikur í 1. deild karla þegar Reynir Sandgerði sigraði lið KFÍ 91-77. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002686.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].