28 feb. 2008Í kvöld voru 4 leikir í Iceland Express deild karla. Allir leikirnir unnust á útivelli. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með 2 leikjum. Snæfell vann stórsigur á Fjölni þegar liðin sem kepptu til úrslita í Lýsingarbikarnum um síðustu helgi mættust í Grafarvoginum. Fjölnismenn virtust ekki hafa mikla trú á sér eftir úrslitaleikinn og Snæfell vann örugglega [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_19_1[v-]61-114[slod-]. ÍR-ingar unnu sigur á Grindavík á útivelli í miklum spennuleik sem þurfti að framlengja. Lokatölur urðu [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_19_6[v-]105-107[slod-] fyrir ÍR. Njarðvík lagði Tindastól á Sauðárkróki [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_19_3[v-]87-96[slod-]. Þór frá Akureyri vann mikilvægan sigur þegar þeir sigruðu Skallagrím í Borgarnesi 83-88.