16 feb. 2008Stjörnuhelgi [v+]http://www.nba.com/allstar2008/[v-]NBA[slod-] deildarinnar er hafin. Stjörnuleikurinn fer fram í New Orleans á sunnudag en í dag verða troðslukeppnin og þriggja stiga skotkeppnin hápunktar dagsins. Í gær fór fram leikur á milli nýliða þessa tímabils og leikmanna sem eru á öðru ári sínu í NBA deildinni. Annars árs leikmennirnir sigruðu 6. árið í röð og það var Daniel Gibson sem var valinn maður leiksins en hann setti met með því að skora 11 þriggja stiga körfur í leiknum. Þriggja stiga keppnin verður áhugaverð í ár en margir frábærir leikmenn eru skráðir til leiks. Þátttakendur eru Steve Nash, Richard Hamilton, Daniel Gibson, Peja Stojakovic, Jason Kapono og Dirk Nowitzki sem kemur í staðinn fyrir Kobe Bryant sem er meiddur á fingri. Í [v+]http://www.nba.com/allstar2008/slam_dunk/[v-]troðslukeppninni[slod-] eru Dwight Howard, Rudy Gay, Jamario Moon og Gerald Green. Þessir leikmenn eru allir miklir háloftafuglar og hafa undirbúið sig vel fyrir keppnina í ár. Rudy Gay bað um hugmyndir á youtube og ætlar sér að velja eina troðslu sem honum hefur verið send. [v+]http://youtube.com/results?search_query=re+Rudy+Gay&search_type=[v-]Hér[slod-] má sjá brot af því sem hefur verið sent til hans. Keppinautar Rudy Gay hafa einnig sent honum sínar hugmyndir. [v+]http://youtube.com/watch?v=wfL9Ew3b0uE[v-]Jamario Moon[slod-] [v+]http://youtube.com/watch?v=PTqhktDrm_M[v-]Gerald Green[slod-]