15 feb. 2008Í kvöld lýkur 17. umferð Iceland Express deildar karla með tveimur leikjum. KR tekur á mót toppliði Keflavíkur í DHL-Höllinni. Takist KR að sigra komast þeir upp að hlið Keflavíkur í 1. sæti deildarinnar. Keflavík vann fyrri leik liðanna í vetur auðveldlega [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060005.htm[v-]107-85[slod-] svo að það má búast við að KR-ingar mæti ákveðnir til leiks í kvöld. Í Dalhúsum mætast Fjölnir og ÍR. Fjölnir er með 8 stig í 11. sæti deildarinnar en ÍR-ingar eru með 12 stig í 8. sætinu. Þetta er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið til í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Fjölnis [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060006.htm[v-]83-85[slod-]. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Staðan í Iceland Express deild karla.[slod-] Í 1. deild karla mætast Breiðablik og Þór Þorlákshöfn klukkan 19:15 í Smáranum í Kópavogi. Breiðablik eru efstir í deildinni en Þór er í 4 sæti. Fyrri leikur liðanna fór [v+]http://www.kki.is/mot/1500002686_00030003.htm[v-]70-80[slod-] fyrir Breiðablik. Einn leikur verður í 1. deild kvenna í kvöld þegar topplið Snæfells tekur á móti botnliði Breiðabliks. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Stykkishólmi.