14 feb. 2008Í kvöld verða fjórir leikir í Iceland Express deild karla. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Í Borgarnesi verður stórleikur þegar Skallagrímur tekur á móti Grindavík. Skallagrímur er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík í því þriðja með 24 stig. Grindvíkingar unnu fyrri viðureign liðanna [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060001.htm[v-]90-74[slod-]. Í Garðabænum mætast Stjarnan og Njarðvík. Þessi lið eru að berjast á sitt hvorum enda töflunnar, Stjarnan er í fallbaráttu á meðan Njarðvíkingar vonast til að komast nær toppliðum deildarinnar. Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi í fyrri viðureign liðanna í Njarðvík [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060004.htm[[v-]78-81[slod-]. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Snæfell. Tindastóll er 4 stigum á eftir Snæfelli í deildinni en Snæfell vann síðasta leik liðanna nokkuð auðveldlega [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060002.htm[v-]101-73[slod-]. Í Hveragerði má búast við miklum baráttuleik þegar Hamar tekur á móti Þór frá Akureyri. Hamar er í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en Þór er í 7.-9. sæti með 12 stig. Það má því búast við að bæði lið leggi allt í sölurnar til að bæta stöðu sína í deildinni. Þórsarar höfðu betur í fyrri leik liðanna í vetur [v+]http://www.kki.is/mot/1500002684_00060003.htm[v-]92-74[slod-]. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].