13 feb. 2008Í kvöld verða 3 leikir í Iceland Express deild kvenna. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Topplið Keflavíkur mætir Valsstúlkum í Keflavík. Valur hefur leikið vel í síðustu leikjum og eru komnar í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa byrjað illa í deildinni. Að Ásvöllum taka Haukar á móti Hamri. Haukar eru í 4. sæti deildarinnar en Hamar er í 6. sæti og í töluverðri fallbaráttu. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og má búast við hörkuleik. Grindavík og Fjölnir mætast í Grindavík. Fjölnir er í 7. sæti deildarinnar en Grindavík í 2.- 3. sæti. Grindavíkurliðið hefur verið að leika vel í síðustu leikjum og á möguleika á að komast upp að hlið Keflavíkur með hagstæðum úrslitum og sigri á Fjölni í kvöld. Fjölnir þarf þó nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni og það má því búast við að þær mæti ákveðnar til leiks. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002685.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].