8 feb. 2008Í gærkvöldi voru þrír leikir í Iceland Express deild karla. Það þurfti að fresta tveimur leikjum en þeir verða leiknir á sunnudag. Leikirnir í gær unnust allir á útivelli en Keflavík sigraði ÍR í Seljaskóla [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_16_6[v-]77-88[slod-]. KR vann mikilvægan útisigur á Njarðvík í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á Sýn. Lokatölur voru 106-97 fyrir KR. Skallagrímur náði svo að sigra Fjölni í Grafarvoginum [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_16_5[v-]66-79[slod-]. Þessi lið mættust fyrir stuttu í Lýsingarbikarnum en þá sigruðu Fjölnismenn. Umfjallanir um leikina má finna á [v+]http://karfan.is/[v-]karfan.is[slod-]. Í dag verður einn leikur í Iceland Express deild karla þegar Þór Akureyri tekur á móti Stjörnunni. Það gæti þó verið að ekki verði fært til Akureyrar en það mun skýrst eftir hádegið í dag.