31 jan. 2008Breiðablik vann þrettánda leik sinn í röð í 1. deild karla í kvöld er liðið lagði Ármann/Þrótt 87-92. Litlu munaði þó að Ármann/Þróttur yrði fyrsta liðið til að leggja Blika að velli í vetur, en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit, þar sem Breiðablik jafnaði leikinn rúmum 7 sekúndum fyrir leikslok. Blikar reyndust svo sterkari í framlengingunni og knúðu fram sigur. Í bikar drengjaflokks sigruðu KR-ingar lið Keflavíkur 83-66 í DHL-Höllinni. Leik KR og Hauka í bikar stúlknaflokks er nýlokið, en úrslit hafa ekki borist.