15 jan. 2008Í kvöld verða 2 leikir í 1. deild karla. Á Selfossi verður nágrannaslagur þegar FSu fær Þór úr Þorlákshöfn í heimsókn og í Kópavogi tekur Breiðablik á móti Reyni Sandgerði. Lið FSu hefur leikið mjög vel í vetur en þeir eru í öðru sæti deildarinnar með 16 stig og hafa aðeins tapað einum leik í vetur. Fyrri leikur liðanna fór [v+]http://www.kki.is/mot/1500002686_00010004.htm[v-]56-65[slod-] fyrir FSu en Þórsarar hafa styrkt sig töluvert síðan í haust og mæta ákveðnir til leiks í kvöld. Leikur Breiðabliks og Reynis er viðureign liða sem eru með ólíka stöðu í deildinni. Bæði lið eru í mikilli baráttu en á mismunandi stöðum. Breiðablik hefur enn ekki tapað leik í 1. deildinni í vetur en Reynir hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Fyrri leikur liðanna fór [v+]http://www.kki.is/mot/1500002686_00010002.htm[v-]87-111[slod-] fyrir Breiðablik. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002686.htm[v-]Staðan í 1. deild karla[slod-].