4 jan. 2008Í kvöld fer fram leikur Vals og Reynis frá Sandgerði í 1.deild karla í Vodafonehöllinni. Þar gerist sá merki atburður að Kristinn Óskarsson sem verður einn þriggja dómara í leiknum mun dæma sinn 1000. leik í mótum á vegum KKÍ. Þetta er sannarlega glæsilegur áfangi hjá Kristni en hann er þriðji dómarinn sem nær þessum áfanga. Áður höfðu Jón Otti Ólafsson og Rögnvaldur Hreiðarsson náð þessum leikjafjölda. Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ mun af þessu tilefni heiðra Kristinn fyrir leik ÍR og Þór Akureyri sem fram fer á morgun í Seljaskóla klukkan 16:00.