16 des. 2007Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson FIBA dómarar hafa fengið verkefni nú í desember og janúar. Sigmundur heldur utan til Frakklands á morgun mánudag til að dæma tvo leiki þar í landi á þriðjudag og miðvikudag. Á þriðudag dæmir Sigmundur leik Cholet Basket og Lokomotiv Rostov frá Rússlandi en sá leikur er í riðlakeppni EuroCup keppninnar, keppnin sem KR tók þátt í. Á miðvikudeginum dæmir hann svo leik Bourges Basket og ZVVZUBK Prague frá Tékklandi. Sá leikur er í Euroleague kvenna. Kristinn Óskarsson fékk tvo leiki í janúar og fjöllum við um þá þegar nær dregur. Alltaf ánægjulegt þegar dómararnir okkar fá slík verkefni á erlendri grundu.
FIBA dómarar okkar á faraldsfæti
16 des. 2007Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson FIBA dómarar hafa fengið verkefni nú í desember og janúar. Sigmundur heldur utan til Frakklands á morgun mánudag til að dæma tvo leiki þar í landi á þriðjudag og miðvikudag. Á þriðudag dæmir Sigmundur leik Cholet Basket og Lokomotiv Rostov frá Rússlandi en sá leikur er í riðlakeppni EuroCup keppninnar, keppnin sem KR tók þátt í. Á miðvikudeginum dæmir hann svo leik Bourges Basket og ZVVZUBK Prague frá Tékklandi. Sá leikur er í Euroleague kvenna. Kristinn Óskarsson fékk tvo leiki í janúar og fjöllum við um þá þegar nær dregur. Alltaf ánægjulegt þegar dómararnir okkar fá slík verkefni á erlendri grundu.