4 des. 2007Í ár mun Lýsing í fimmta sinn setja nafn sitt við bikarkeppnina í körfuknattleik og af þeim sökum hefur verið ákveðið að opna vefsíðuna [v+]http://www.lysingarbikarinn.is/Frettir/[v-]lýsingarbikarinn.is[slod-] þar sem fréttir frá bikarkeppninni sem og öflug heimildaskráning mun eiga sér stað. Nú þegar er kominn inn nokkur fjöldi frétta frá bikarkeppninni ásamt öðru áhugaverðu efni. Á næstu vikum er ætlun Lýsingar að setja inn á vefinn alla úrslitaleikina í Lýsingarbikarnum síðan 2003. Síðan sjálf, [v+]http://www.lysingarbikarinn.is/Frettir/[v-]Lýsingarbikarinn.is[slod-] býður upp á ýmsa möguleika. Þar gefur t.d. að líta fréttir frá keppninni, viðtöl við hina ýmsu aðila, sögu bikarkeppninnar af vefsíðu KKÍ, tenglar á aðrar áhugaverðar síður og þá geta lesendur einnig sent inn upplýsingar um sjálfa sig í von um að vinna miða á úrslitaleikina sem fara í Laugardalshöll í febrúar. Einnig er að finna á síðunni greinargóðar útskýringar um hvernig fólk geti tekið þátt í skemmtilegum leik þar sem vinningurinn er ekki af verri endanum, afnot af bifreið í heilt ár að verðmæti allt að 2.500.000 króna.