2 des. 20079. umferðin í Iceland Express deild karla heldur áfram í kvöld en þá verða fjórir leikir á dagskrá. Deildin hefur spilast jafnt og má segja að leikir kvöldsins séu allir mjög athyglisverðir sem erfitt er að spá fyrir um. Í Grindavík verður Snæfell í heimsókn en leikir þeirra hafa oftar en ekki verið mjög jafnir. Í Garðabæ er leikur Stjörnunnar og ÍR og miðað við stöðu liðanna má reikna með miklum baráttuleik. Í Hveragerði mætast Ágúst Björgvinsson og Benedikt Guðmundsson með sín lið Hamar og KR. Fyrr í vetur unnu þessir frábæru þjálfarar saman en nú eru þeir andstæðingar. Í Borgarnesi er svo leikur Skallagríms og Njarðvíkur en þessi lið eru á svipuðum slóðum í deildinni og leikir þessara liða alltaf mikil skemmtun. Það er því óhætt að segja að margir spennandi leikir séu á dagskrá í kvöld og því er um að gera að drífa sig á leik. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15