28 nóv. 2007Í kvöld verða tveir leikir í Iceland Express deild kvenna. Einnig verða nokkrir leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka. Í Hveragerði mætast Hamar og KR. KR hefur leikið vel á tímabilinu og getur komist í annað sæti deildarinnar með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Fjölnis og Hauka. Hamar hefur átt á brattann að sækja á fyrri hluta tímabilsins og eru í botnsætinu ásamt Fjölni og Val. Fjölnir tekur á móti Haukum í Grafarvoginum. Haukar eru eins og er í öðru sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 töp en Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Þessa dagana stendur keppni í 16-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka yfir. Í kvöld verða leiknir 3 leikir. 9. flokkur kvenna: Hrunamenn - Valur klukkan 18:30 á Flúðum. 9. flokkur karla: Breiðablik - Grindavík klukkan 18:30 í Smáranum. Þór Þorlákshöfn - KR B klukkan 20:00 í Þorlákshöfn.
Tveir leikir í Iceland Express deild kvenna í kvöld
28 nóv. 2007Í kvöld verða tveir leikir í Iceland Express deild kvenna. Einnig verða nokkrir leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka. Í Hveragerði mætast Hamar og KR. KR hefur leikið vel á tímabilinu og getur komist í annað sæti deildarinnar með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Fjölnis og Hauka. Hamar hefur átt á brattann að sækja á fyrri hluta tímabilsins og eru í botnsætinu ásamt Fjölni og Val. Fjölnir tekur á móti Haukum í Grafarvoginum. Haukar eru eins og er í öðru sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 töp en Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Þessa dagana stendur keppni í 16-liða úrslitum bikarkeppni yngri flokka yfir. Í kvöld verða leiknir 3 leikir. 9. flokkur kvenna: Hrunamenn - Valur klukkan 18:30 á Flúðum. 9. flokkur karla: Breiðablik - Grindavík klukkan 18:30 í Smáranum. Þór Þorlákshöfn - KR B klukkan 20:00 í Þorlákshöfn.