28 nóv. 2007Í gærkvöldi fóru fram 2 leikir í Vodafone-Höll Vals. Heimamenn náðu ekki að landa sigri í þetta sinn. Fyrri leikurinn var viðureign Vals og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi með einu stigi í hálfleik. Grindavík hóf síðari hálfleikinn svo af krafti og náði forystunni sem þær héldu það sem eftir lifði leiks. Lokatölur voru [v+]http://www.kki.is/mot/1500002685_00100002.htm[v-]56-66[slod-] fyrir Grindavík. Tiffany Roberson var með 20 stig og 18 fráköst fyrir Grindavík en Molly Peterman skoraði 26 stig fyrir Val. [v+]http://vf.is/ithrottir/numer/33862/default.aspx[v-]Umjöllun um leikinn á vf.is[slod-]. Með sigrinum komst Grindavík upp að hlið Hauka í 2. sæti [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002685.htm[v-]Iceland Express deildarinnar[slod-]. Seinni leikurinn var á milli Vals og Breiðabliks í 1. deild karla. Breiðablik byrjaði leikinn vel og náði forystu í 1. leikhluta. Valmenn voru þó ekki langt undan og náðu að minnka muninn með góðri þriggja stiga körfu rétt áður en flautað var til hálfleiks. Breiðablik hafði þó frumkvæðið áfram í seinni hálfleik og náðu Valsmenn ekki að vinna muninn upp. Breiðablik sigraði því 78-92 og er enn taplaust í 1. deild karla. Nemanja Sovic var heitur í leiknum og skoraði 31 stig fyrir Breiðablik. Hjá Val var Craig Walls stigahæstur með 17 stig. [v+]http://breidablik.is/default.asp?cat_id=6&module_id=220&element_id=36574[v-]Umfjöllun um leikinn á Breiðablik.is[slod-].