27 nóv. 2007Í kvöld verða tveir leikir í Vodafone-Höll Valsmanna. Valur og Grindavík mætast í Iceland Express deild kvenna klukkan 18:00. Valur og Breiðablik mætast svo í 1. deild karla klukkan 20:00. Leikur Vals og Grindavíkur verður áhugaverður. Grindavík er í 4. sæti deildarinnar með 5 sigra og 3 töp en Valsstúlkur hafa byrjað illa og aðeins náð einum sigri í 7 leikjum. Grindavík vann fyrri leik liðanna nokkuð örugglega en Valsstúlkur hafa fengið til sín erlendan leikmann síðan þá og ætla sér stóra hluti í framhaldinu. Seinni leikur kvöldsins er toppslagur í 1. deild karla þegar Valsmenn taka á móti Breiðablik. Breiðablik er í 1. sæti deildarinnar með 6 sigra og ekkert tap en Valsmenn hafa unnið 4 og tapað 2. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.
Tvíhöfði í Vodafone-Höllinni
27 nóv. 2007Í kvöld verða tveir leikir í Vodafone-Höll Valsmanna. Valur og Grindavík mætast í Iceland Express deild kvenna klukkan 18:00. Valur og Breiðablik mætast svo í 1. deild karla klukkan 20:00. Leikur Vals og Grindavíkur verður áhugaverður. Grindavík er í 4. sæti deildarinnar með 5 sigra og 3 töp en Valsstúlkur hafa byrjað illa og aðeins náð einum sigri í 7 leikjum. Grindavík vann fyrri leik liðanna nokkuð örugglega en Valsstúlkur hafa fengið til sín erlendan leikmann síðan þá og ætla sér stóra hluti í framhaldinu. Seinni leikur kvöldsins er toppslagur í 1. deild karla þegar Valsmenn taka á móti Breiðablik. Breiðablik er í 1. sæti deildarinnar með 6 sigra og ekkert tap en Valsmenn hafa unnið 4 og tapað 2. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.