24 nóv. 2007Í dag verða leiknir 3 leikir í Lýsingarbikar karla. 5 leikir fóru fram í gærkvöldi. Það var ekki mikið um óvænt úrslit í Lýsingarbikarnum í gær en Hamar, Tindastóll, Grindavík, Stjarnan og KR komust öll áfram í 16-liða úrslit með því að sigra leiki sína í gærkvöldi. Snæfell og Skallagrímur voru þegar búin að tryggja sér sæti þar. Allir leikirnir unnust nokkuð örugglega í gærkvöldi fyrir utan leik Breiðabliks og Tindastóls. Blikar voru með forystu lengst af en Tindastóll náði að komast yfir í lokin og tryggja sér sigur 80-84. Á [v+]http://karfan.is/[v-]karfan.is[slod-] má finna umfjallanir og myndir úr leikjunum. Í dag verða þrír leikir í Lýsingarbikarnum. Í Sandgerði mætast tvö lið úr 1. deild karla þegar Reynir tekur á móti FSu. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Tveir leikir verða í Seljaskóla í dag. Klukkan 14:30 mætast Glói og Þróttur Vogum og klukkan 16:30 verður svo leikur Leiknis og Þór úr Þorlákshöfn. Því miður er ekki hægt að sjá tölfræði úr leikjum gærdagsins ennþá vegna bilunar í tölvukerfi. Þetta mun vonandi komast lag í dag en beðist er velvirðingar á þessu.