20 nóv. 2007Í kvöld leikur KR fyrsta leik sinn Evrópukeppninni í vetur þegar þeir mæta Banvit BK í DHL-Höllinni klukkan 19:15. Mikil eftirvænting er eftir þessum leik enda eru KR-ingar að mæta þarna hörkuliði. Banvit BK kemur frá Tyrklandi, sem er mjög sterk körfuboltaþjóð, og tefla þeir meðal annars fram fyrrverandi NBA leikmanninum Donnell Harvey. KR-ingar hafa undirbúið sig vel fyrir Evrópukeppnina og stefna að sjálfsögðu að því að sigra leikinn í kvöld. Á heimasíðu [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]KR[slod-] er að finna mikið af greinum um leikinn en KR-ingar hafa fjallað mjög vel um leikinn á heimasíðu sinni síðustu daga. Það má búast við mikilli stemningu á leiknum í kvöld og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með frábærum körfubolta.
KR mætir Banvit BK í kvöld í Evrópukeppninni
20 nóv. 2007Í kvöld leikur KR fyrsta leik sinn Evrópukeppninni í vetur þegar þeir mæta Banvit BK í DHL-Höllinni klukkan 19:15. Mikil eftirvænting er eftir þessum leik enda eru KR-ingar að mæta þarna hörkuliði. Banvit BK kemur frá Tyrklandi, sem er mjög sterk körfuboltaþjóð, og tefla þeir meðal annars fram fyrrverandi NBA leikmanninum Donnell Harvey. KR-ingar hafa undirbúið sig vel fyrir Evrópukeppnina og stefna að sjálfsögðu að því að sigra leikinn í kvöld. Á heimasíðu [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]KR[slod-] er að finna mikið af greinum um leikinn en KR-ingar hafa fjallað mjög vel um leikinn á heimasíðu sinni síðustu daga. Það má búast við mikilli stemningu á leiknum í kvöld og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með frábærum körfubolta.