19 nóv. 2007Í kvöld verður einn leikur í Iceland Express deild karla þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól klukkan 19:15 í Njarðvík. Njarðvíkingar hafa unnið 4 leiki en tapað 3 í vetur. Þeir hafa ekki leikið vel í síðustu leikjum er eru eflaust staðráðnir í að bæta úr því í kvöld. Tindastóll er með 3 sigra og 4 töp það sem af er vetrar. Þeir töpuðu naumlega fyrir Þór Akureyri í síðustu umferð og eru því einum sigurleik frá Njarðvíkingum í deildinni. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Staðan í Iceland Express deild karla.[slod-] Í kvöld verður einnig einn leikur í Lýsingarbikar karla þegar Fjölnir b og Keflavík b mætast í Grafarvoginum klukkan 20:00. Þessi leikur er liður í forkeppni að 32. liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Í kvöld verður einnig leikið í yngri flokkunum en FSu og Valur mætast í bikarkeppni 10. flokks karla klukkan 19:00 á Selfossi. Einnig verður leikið í Unglingaflokki karla og Drengjaflokki ásamt 2. deild karla.
Einn leikur í Iceland Express deild karla í kvöld
19 nóv. 2007Í kvöld verður einn leikur í Iceland Express deild karla þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól klukkan 19:15 í Njarðvík. Njarðvíkingar hafa unnið 4 leiki en tapað 3 í vetur. Þeir hafa ekki leikið vel í síðustu leikjum er eru eflaust staðráðnir í að bæta úr því í kvöld. Tindastóll er með 3 sigra og 4 töp það sem af er vetrar. Þeir töpuðu naumlega fyrir Þór Akureyri í síðustu umferð og eru því einum sigurleik frá Njarðvíkingum í deildinni. [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Staðan í Iceland Express deild karla.[slod-] Í kvöld verður einnig einn leikur í Lýsingarbikar karla þegar Fjölnir b og Keflavík b mætast í Grafarvoginum klukkan 20:00. Þessi leikur er liður í forkeppni að 32. liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Í kvöld verður einnig leikið í yngri flokkunum en FSu og Valur mætast í bikarkeppni 10. flokks karla klukkan 19:00 á Selfossi. Einnig verður leikið í Unglingaflokki karla og Drengjaflokki ásamt 2. deild karla.