15 nóv. 2007Jón Arnór og félagar hans í Roma eiga heimaleik í kvöld gegn þýska liðinu Brose Baskets. Roma er enn án sigurs en hafa leikið alla leikina hingað til á mjög erfiðum útivöllum. Það er því kærkomið tækifæri fyrir Rómverja að komast á sporið í kvöld. Jón Arnór hefur verið að leika frábærlega í Meistaradeildinni og verið í lykilhlutverki í vörn og sókn. Jón er með stigahæstu mönnum deildarinnar með um 15 stig á leik. Hægt er að horfa á leikinn beint á netinu eða seinna um kvöldið þegar heim verður komið af leik í Iceland Express deildinni. Allar upplýsingar fyrir leiki kvöldsins og hvernig á að kaupa sér aðgang er hægt að finna [v+]http://www.euroleague.net/[v-]hér[slod-]
Meistaradeild Evrópu í kvöld
15 nóv. 2007Jón Arnór og félagar hans í Roma eiga heimaleik í kvöld gegn þýska liðinu Brose Baskets. Roma er enn án sigurs en hafa leikið alla leikina hingað til á mjög erfiðum útivöllum. Það er því kærkomið tækifæri fyrir Rómverja að komast á sporið í kvöld. Jón Arnór hefur verið að leika frábærlega í Meistaradeildinni og verið í lykilhlutverki í vörn og sókn. Jón er með stigahæstu mönnum deildarinnar með um 15 stig á leik. Hægt er að horfa á leikinn beint á netinu eða seinna um kvöldið þegar heim verður komið af leik í Iceland Express deildinni. Allar upplýsingar fyrir leiki kvöldsins og hvernig á að kaupa sér aðgang er hægt að finna [v+]http://www.euroleague.net/[v-]hér[slod-]