13 nóv. 2007Eggert Baldvinsson hefur gengið til liðs við karfan.is og mun standa fyrir beinum netútsendingum frá körfuboltaleikjum. Þetta er mikill hvalreki fyrir karfan.is og íslenska körfuboltaáhugamenn. Eggert er frumkvöðull netútsendinga á íslenskum körfubolta en hann hóf útsendingar frá leikjum Breiðabliks árið 2002. [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=4658&Itemid=1[v-]Frétt um málið á karfan.is[slod-]. Netútsendingar hafa verið að færast í aukana. KFÍ hóf útsendingar í fyrra á heimasíðu sinni og í haust byrjaði KR að sýna frá sýnum leikjum. Tilkoma útsendinganna gerir það að verkum að fleiri ættu að geta fylgst með íslenskum körfubolta.