9 nóv. 2007Í kvöld fara fram 2 leikir í [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002684.htm[v-]Iceland Express deild karla[slod-] og 3 leikir í [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500002686.htm[v-]1. deild karla[slod-]. Einnig verða 3 leikir í 1. deild kvenna í kvöld. Í Iceland Express deild karla verður annars vegar toppslagur, þegar Keflavík og KR mætast og hins vegar botnslagur á milli Þórs Akureyri og Hamars. Keflavík hefur enn ekki tapað leik í deildinni og KR hefur aðeins tapað einum leik til þessa svo það er á hreinu að þarna er um toppleik að ræða. Það má búast við miklum fjölda á leiknum í kvöld enda eiga bæði þessi lið þekkta stuðningshópa sem mæta á völlinn. [v+]http://keflavik.is/default.aspx?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%203%20NewsAll&Groups=0&ID=4375&Prefix=151[v-]Umfjöllun um leikinn[slod-] má finna á heimasíðu Keflavíkur. Þór Akureyri og Hamar hafa ekki byrjað tímabilið vel og bæði lið ætla sér meira í vetur heldur en þau hafa sýnt í leikjum sínum til þessa. Leikurinn í kvöld verður frumraun Ágúst Björgvinssonar sem þjálfari Hamars. [v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2712[v+]Umfjöllun um leikinn[slod-] er að finna á heimasíðu Þórs. Leikirnir í Iceland Express deildinni hefjast klukkan 19:15. Í 1. deild karla verða 3 leikir. KFÍ tekur á móti Breiðablik á Ísafirði. Breiðablik hefur ekki enn tapað leik í deildinni en KFÍ hefur unnið 2 og tapað 3. KFÍ er þó með sterkt lið og það er ekki auðvelt að sækja sigur á Ísafjörð. Haukar taka á móti Þrótti Vogum að Ásvöllum í kvöld. Þróttur hefur ekki unnið leik enn í deildinni en Haukar hafa unnið 2 og tapað 2. Í Þorlákshöfn taka Þórsarar á móti Reyni Sandgerði. Bæði lið hafa unnið 1 leik og tapað 3. Þau eru því jöfn í 8. - 9. sæti deildarinnar. Allir leikirnir í 1. deild karla hefjast klukkan 20:00. Í 1. deild kvenna verða eftirfarandi leikir: Sauðárkrókur Tindastóll - UMFN Borgarnes Skallagrímur - Þór Ak. Smárinn Breiðablik - Snæfell Leikirnir hefjast allir klukkan 19:15.