7 nóv. 2007Tveir leikir voru í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Báðir leikirnir voru jafnir og spennandi. Haukar og Keflavík náðu að sigra eftir mikla baráttu. Leikur Grindavíkur og Hauka var æsispennandi. Grindavík klikkaði á tveimur vítum undir lok leiksins, sem hefðu tryggt þeim sigur, og því þurfti að framlengja. Haukar voru sterkari aðilinn í framlengingunni og náðu að sigra [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002685_6_1[v-]88-90[slod-]. Umfjöllun um leikinn má lesa [v+]http://vf.is/ithrottir/numer/33650/default.aspx[v-]hér[slod-]. Í Keflavík var annar spennandi leikur þegar Keflavík og KR mættust. KR leiddi eftir fyrsta leikhlutann 18-22 og staðan eftir þrjá leikhluta var 54-53 fyrir Keflavík. Leikurinn var áfram jafn í 4. leikhluta en Keflavíkurstúlkur náðu að lokum að sigra [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002685_6_3[v-]69-66[slod-].