4 nóv. 2007Í kvöld klukkan 19:15 verður stórleikur í Iceland Express deild kvenna þegar Haukar taka á móti Keflavík að Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í deildinni til þessa og það er því ljóst að sigurvegarinn mun verða einn á toppi deildarinnar. Haukar unnu alla titla sem voru í boði í fyrra en Keflavík vann Poweradebikarinn í haust og er spáð sigri í deildinni í vetur. Það verður mjög spennandi að fylgjast með einvígi erlendu leikmanna liðanna. Kiera Hardy, hjá Haukum og TaKesha Watson, hjá Keflavík, hafa báðar leikið mjög vel í vetur og sýnt að þær eru til alls líklegar. Hardy skoraði 50 stig gegn Val um daginn og Watson bætti um betur og skoraði 51 stig gegn Grindavík. Það verður því fróðlegt að sjá hversu mikið af stigum þær skora í kvöld. Það er hægt að finna ítarlegan samanburð á þessum tveimur fimmtíu stiga leikjum stelpnanna undir greinum hér á KKÍ-síðunni. Greinina má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=371[v-]hér[slod-]. Íslenskir leikmenn liðanna eru engir aukvisar heldur en bæði lið eru með nokkrar landsliðskonur í sýnum röðum. Þetta verður því toppslagur af bestu gerð og hvetjum við alla að skella sér á völlinn.
Stórleikur í Iceland Express deild kvenna í kvöld
4 nóv. 2007Í kvöld klukkan 19:15 verður stórleikur í Iceland Express deild kvenna þegar Haukar taka á móti Keflavík að Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í deildinni til þessa og það er því ljóst að sigurvegarinn mun verða einn á toppi deildarinnar. Haukar unnu alla titla sem voru í boði í fyrra en Keflavík vann Poweradebikarinn í haust og er spáð sigri í deildinni í vetur. Það verður mjög spennandi að fylgjast með einvígi erlendu leikmanna liðanna. Kiera Hardy, hjá Haukum og TaKesha Watson, hjá Keflavík, hafa báðar leikið mjög vel í vetur og sýnt að þær eru til alls líklegar. Hardy skoraði 50 stig gegn Val um daginn og Watson bætti um betur og skoraði 51 stig gegn Grindavík. Það verður því fróðlegt að sjá hversu mikið af stigum þær skora í kvöld. Það er hægt að finna ítarlegan samanburð á þessum tveimur fimmtíu stiga leikjum stelpnanna undir greinum hér á KKÍ-síðunni. Greinina má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=371[v-]hér[slod-]. Íslenskir leikmenn liðanna eru engir aukvisar heldur en bæði lið eru með nokkrar landsliðskonur í sýnum röðum. Þetta verður því toppslagur af bestu gerð og hvetjum við alla að skella sér á völlinn.