3 nóv. 2007Í dag verða leiknir tveir leikir í Iceland Express deild kvenna og 2 leikir í 1. deild karla. Iceland Express deild kvenna: Hamar mætir Fjölni í Hveragerði klukkan 16:00 í dag. Bæði lið eru enn án sigurs í deildinni og munu því væntanlega leggja allt í að landa fyrsta sigrinum. Í DHL-Höllinni mætir KR liði Vals. KR hefur byrjað tímabilið ágætlega og unnið 2 af 3 leikjum sínum á meðan Valsstúlkur hafa enn ekki unnið leik. 1. deild karla: Á Egilsstöðum mun KFÍ reyna að fylgja eftir góðum sigri þeirra á Val þegar þeir mæta heimamönnum í Hetti. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur í deildinni í vetur. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Í Sandgerði mun Reynir taka á móti Haukum. Þessi lið eru jöfn í 7.-8. sæti deildarinnar með einn sigur og 2 töp. Leikurinn hefst klukkan 17:00.
Leikið í Iceland Express deild kvenna og 1. deild karla í dag.
3 nóv. 2007Í dag verða leiknir tveir leikir í Iceland Express deild kvenna og 2 leikir í 1. deild karla. Iceland Express deild kvenna: Hamar mætir Fjölni í Hveragerði klukkan 16:00 í dag. Bæði lið eru enn án sigurs í deildinni og munu því væntanlega leggja allt í að landa fyrsta sigrinum. Í DHL-Höllinni mætir KR liði Vals. KR hefur byrjað tímabilið ágætlega og unnið 2 af 3 leikjum sínum á meðan Valsstúlkur hafa enn ekki unnið leik. 1. deild karla: Á Egilsstöðum mun KFÍ reyna að fylgja eftir góðum sigri þeirra á Val þegar þeir mæta heimamönnum í Hetti. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur í deildinni í vetur. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Í Sandgerði mun Reynir taka á móti Haukum. Þessi lið eru jöfn í 7.-8. sæti deildarinnar með einn sigur og 2 töp. Leikurinn hefst klukkan 17:00.