30 okt. 2007Leiktímabilið í [v+]http://www.nba.com/[v-]NBA[slod-] deildinni hefst í nótt. Meistarar San Antonio Spurs mæta Portland Trailblazers í opnunarleik deildarinnar. Í nótt verða svo tveir aðrir leikir, Houston Rockets mæta Los Angeles Lakers og Utah Jazz mæta Golden State Warriors. Leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á [v+]http://syn.visir.is/?PageID=1923[v-]NBA TV[slod-]. Það hefur frekar mikið gengið á hjá liðunum í NBA í sumar. Töluvert hefur verið um leikmannaskipti og nýliðavalið var það umtalaðasta í mörg ár. Stærstu skipti sumarsins gerði gamla stórveldið Boston Celtics þegar þeir skiptu á 5 leikmönnum og 2 valréttum fyrir Kevin Garnett. Boston náði einnig að fá Ray Allen fyrr í sumar og það er því mikil spenna í Boston um þessar mundir. Hægt er að lesa umfjöllun sérfræðinga ESPN um hvert lið í NBA deildinni [v+]http://sports.espn.go.com/nba/preview2007/index[v-]hér[slod-]. [v+]http://www.nba.com/schedules/?gamedate=20071030[v-]Leikjaplan NBA deildarinnar[slod-].
NBA tímabilið hefst í nótt
30 okt. 2007Leiktímabilið í [v+]http://www.nba.com/[v-]NBA[slod-] deildinni hefst í nótt. Meistarar San Antonio Spurs mæta Portland Trailblazers í opnunarleik deildarinnar. Í nótt verða svo tveir aðrir leikir, Houston Rockets mæta Los Angeles Lakers og Utah Jazz mæta Golden State Warriors. Leikur Utah og Golden State verður sýndur beint á [v+]http://syn.visir.is/?PageID=1923[v-]NBA TV[slod-]. Það hefur frekar mikið gengið á hjá liðunum í NBA í sumar. Töluvert hefur verið um leikmannaskipti og nýliðavalið var það umtalaðasta í mörg ár. Stærstu skipti sumarsins gerði gamla stórveldið Boston Celtics þegar þeir skiptu á 5 leikmönnum og 2 valréttum fyrir Kevin Garnett. Boston náði einnig að fá Ray Allen fyrr í sumar og það er því mikil spenna í Boston um þessar mundir. Hægt er að lesa umfjöllun sérfræðinga ESPN um hvert lið í NBA deildinni [v+]http://sports.espn.go.com/nba/preview2007/index[v-]hér[slod-]. [v+]http://www.nba.com/schedules/?gamedate=20071030[v-]Leikjaplan NBA deildarinnar[slod-].