26 okt. 2007Það verða spennandi leikir á dagskrá í kvöld. Alls verða 6 leikir í meistaraflokkunum leiknir í kvöld. Í kvöld verður leikið í Iceland Express deild karla, 1. deild karla og 1. deild kvenna. Tveir leikir verða í Iceland Express deild karla í kvöld. Þar með lýkur þriðju umferð deildarinnar. Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn á Sauðárkrók. Bæði liðin hafa unnið einn leik og tapað einum í deildinni til þessa. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Njarðvík tekur á móti ÍR klukkan 19:15 í Njarðvík. Njarðvíkingar geta komist upp að hlið Keflvíkinga takist þeim að sigra leikinn í kvöld. Í fyrstu deild verða þrír leikir og hefjast þeir allir klukkan 20:00. Þór Þorlákshöfn mætir Breiðablik í Þorlákshöfn. Blikar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Þór hefur enn ekki unnið leik. Þeir hafa þó styrkt leikmannahóp sinn og mæta sterkir til leiks í kvöld. Á Ísafirði mætast KFÍ og FSu. Þessi lið eru bæði talin líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna í 1. deildinni í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á [v+]http://kfi.is/[v-]heimasíðu KFÍ[slod-]. Haukar taka á móti Hetti að Ásvöllum í Hafnarfirði. Höttur hefur leikið 2 leiki á heimavelli og unnið báða en Haukar eru enn án sigurs í deildinni. Einn leikur verður í 1. deild kvenna í kvöld. Hann verður í Smáranum í Kópavogi á milli Breiðabliks og UMFN. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Breiðablik féll úr Iceland Express deildinni í vor en Njarðvík teflir fram kvennaliði aftur eftir stutt hlé.
Spennandi leikir í kvöld
26 okt. 2007Það verða spennandi leikir á dagskrá í kvöld. Alls verða 6 leikir í meistaraflokkunum leiknir í kvöld. Í kvöld verður leikið í Iceland Express deild karla, 1. deild karla og 1. deild kvenna. Tveir leikir verða í Iceland Express deild karla í kvöld. Þar með lýkur þriðju umferð deildarinnar. Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn á Sauðárkrók. Bæði liðin hafa unnið einn leik og tapað einum í deildinni til þessa. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Njarðvík tekur á móti ÍR klukkan 19:15 í Njarðvík. Njarðvíkingar geta komist upp að hlið Keflvíkinga takist þeim að sigra leikinn í kvöld. Í fyrstu deild verða þrír leikir og hefjast þeir allir klukkan 20:00. Þór Þorlákshöfn mætir Breiðablik í Þorlákshöfn. Blikar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Þór hefur enn ekki unnið leik. Þeir hafa þó styrkt leikmannahóp sinn og mæta sterkir til leiks í kvöld. Á Ísafirði mætast KFÍ og FSu. Þessi lið eru bæði talin líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna í 1. deildinni í vetur. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á [v+]http://kfi.is/[v-]heimasíðu KFÍ[slod-]. Haukar taka á móti Hetti að Ásvöllum í Hafnarfirði. Höttur hefur leikið 2 leiki á heimavelli og unnið báða en Haukar eru enn án sigurs í deildinni. Einn leikur verður í 1. deild kvenna í kvöld. Hann verður í Smáranum í Kópavogi á milli Breiðabliks og UMFN. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Breiðablik féll úr Iceland Express deildinni í vor en Njarðvík teflir fram kvennaliði aftur eftir stutt hlé.