25 okt. 2007Nú er leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla lokið. Keflvíkingar unnu Þór Akureyri á heimavelli sínum [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_3_1[v-]99-85[slod-]. Með sigrinum náðu þeir toppsæti deildarinnar en þeir hafa unnið alla 3 leiki sína í deildinni í vetur. Grindavík náði í góðan útisigur gegn nýliðum Stjörnunnar. Lokatölur leiksins voru [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_3_3[v-]86-92[slod-]. Í Hveragerði náði Hamar í fyrsta sigur tímabilsins þegar þeir sigruðu Fjölni [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_3_4[v-]73-62[slod-]. Í DHL-Höllinni sigruðu KR-ingar Snæfell [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_3_2[v-]85-73[slod-]. Snæfell er þar með eina liðið í deildinni sem hefur ekki unnið leik en þeir hafa mætt erfiðum andstæðingum í byrjun móts. Á morgun lýkur svo þriðju umferðinni þegar Tindastóll og Skallagrímur mætast annars vegar og Njarðvík og ÍR hins vegar.