19 okt. 2007Í kvöld fara fram tveir síðustu leikir í 2.umferð í Iceland Express deild karla og svo eru fjórir leikir í 1.deild karla á dagskrá. Í Stykkishólmi má búast við hörkurimmu þegar Keflvíkingar koma í heimsókn. Snæfell tapaði sínum leik í fyrstu umferðinni á meðan að Keflavík sigraði Grindavík nokkuð örugglega. Leikir þessara liða hafa gjarnan verið mjög skemmtilegir. Leikurinn hefst klukkan 19:15 Í Grafarvogi mætast Fjölnir og Stjarnan. Fjölnir tapaði í fyrstu umferðinni á meðan að nýliðar Stjörnunnar unnu Skallagrím. Þetta verður án efa hörkuleikur. Leikurinn hefst klukkan 19:15 1.deild karla hefur farið vel af stað og má segja að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikil breidd í deildinni eins og nú. Metnaður liða í 1.deild er mikill og verður baráttan hörð um að komast í Iceland Express deildina að ári. 18:30 Höttur - Reynir Sandgerði 19:15 Breiðablik - Haukar 20:00 Ármann/Þróttur - KFÍ 20:00 Valur - Þór Þorlákshöfn