18 okt. 20072. umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrstu umferðinni voru margir skemmtilegir leikir og óvænt úrslit. Það vakti eftirtekt að nýliðarnir í deildinni unnu sína leiki gegn liðum sem voru í úrslitakeppninni í fyrra. Þessi lið fara því vel af stað en það verður áhugavert að fylgjast með gengi þeirra í vetur. Leikir kvöldsins: 19.15 Borgarnes Skallagrímur - Hamar 19.15 Grindavík Grindavík - KR 19.15 Síðuskóli Þór Ak. - UMFN 19.15 Seljaskóli ÍR - Tindastóll Það er erfitt að tala um toppbaráttu í deildinni eftir eina umferð en ef eitthvað er að marka spá fyrirliða, formanna og þjálfara þá verður sannkarlaður toppslagur í Grindavík þegar KR kemur í heimsókn. Tímabilið fer vel af stað og aðsókn á leiki var nokkuð góð í fyrstu umferðinni. Búast má við að vel verði mætt á leiki kvöldsins enda margar góðar viðureignir sem boðið er uppá.
2. umferð hefst í kvöld
18 okt. 20072. umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í fyrstu umferðinni voru margir skemmtilegir leikir og óvænt úrslit. Það vakti eftirtekt að nýliðarnir í deildinni unnu sína leiki gegn liðum sem voru í úrslitakeppninni í fyrra. Þessi lið fara því vel af stað en það verður áhugavert að fylgjast með gengi þeirra í vetur. Leikir kvöldsins: 19.15 Borgarnes Skallagrímur - Hamar 19.15 Grindavík Grindavík - KR 19.15 Síðuskóli Þór Ak. - UMFN 19.15 Seljaskóli ÍR - Tindastóll Það er erfitt að tala um toppbaráttu í deildinni eftir eina umferð en ef eitthvað er að marka spá fyrirliða, formanna og þjálfara þá verður sannkarlaður toppslagur í Grindavík þegar KR kemur í heimsókn. Tímabilið fer vel af stað og aðsókn á leiki var nokkuð góð í fyrstu umferðinni. Búast má við að vel verði mætt á leiki kvöldsins enda margar góðar viðureignir sem boðið er uppá.