17 okt. 2007Hamar Í kvöld verður einn leikur í Iceland Express deild kvenna. Hamar fær Íslandsmeistara Hauka í heimsókn í Hveragerði. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Lið Hamars var í fallbaráttu á síðasta tímabili en sótti í sig veðrið þegar leiða á tímabilið og náði að bjarga sér frá falli. Þær töpuðu fyrsta leik sínum í deildinni gegn Grindavík en ætla sér að gera betur á heimavelli sínum í kvöld. Lið Hauka vann alla titla sem voru í boði á síðasta tímabili en liðið hefur breyst töluvert síðan þá. Það er þó ljóst að þær ætla sér að berjast um titla í vetur og því kemur ekkert annað en sigur til greina í kvöld. Karfan.is [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=4364&Itemid=40[v-] ræddi við þjálfara Hamars[slod-], Ara Gunnarson, vegna leiksins í kvöld.