12 okt. 2007Iceland Express deild karla hófst í gær með fjórum leikjum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, opnaði deildina formlega með uppkasti í leik KR og Fjölnis. Leikir kvöldsins voru skemmtilegir og góð stemning var á þeim. Vel var mætt á alla leikina og það er óhætt að segja að mikil eftirvænting sé fyrir körfuboltatímabilinu. Úrslit gærdagsins: KR - Fjölnir [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_1_3[v-]100-78[slod-]. [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?ew_0_a_id=291646[v-]Umfjöllun á heimasíðu KR[slod-]. UMFN - Snæfell [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_1_1[v-]84-71[slod-]. [v+]http://vf.is/ithrottir/numer/33338/default.aspx[v-]Umfjöllun á vf.is[slod-]. Hamar - Tindastóll [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_1_5[v-]76-81[slod-]. [v+]http://hamarsport.is/hamar/forsida/frettir-forsida/?cat_id=47849&ew_0_a_id=291749[v-] Umfjöllun á heimasíðu Hamars[slod-]. Þór Akureyri - ÍR [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002684_1_6[v-]87-85[slod-]. [v+]http://thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2656[v-]Umfjöllun á heimasíðu Þórs[slod-]. Við biðjumst velvirðingar á því að í leikvarpinu koma ekki fram nöfn leikmanna vegna bilunar. Það er verið að vinna í því að laga þetta. Hægt er að lesa góða umfjöllun um leiki liðanna á heimasíðum félaganna og á [v+]http://karfan.is/[v-]karfan.is[slod-]. Í kvöld lýkur fyrstu umferðinni þegar nýliðar Stjörnunnar taka á móti Skallagrím og Keflavíkingar fá nágranna sína úr Grindavík í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.