11 okt. 2007FIBA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem skerpt á túlkun leikreglna. Um er að ræða tvö atriði: 1) Grein 36 - Óíþróttamannsleg villa Eftirfarandi hefur færst í aukana á lokamínútum jafnra leikja: a. Knötturinn er utan vallar, þar sem lið A á að taka innkast. b. Knötturinn er enn í höndum dómarans eða er enn í höndum leikmannsins sem tekur innkastið. c. Þá veldur leikmaður liðs B snertingu við leikmann liðs A sem er á vellinum, og villa er dæma á lið B. Hér veldur leikmaður liðs B augljóslega snertingu til að villa verði dæmd og leikklukkan ekki sett af stað. Þar sem leikmaðurinn er ekki að reyna að ná knettinum (sem er enn utan vallar) og óréttmætt hagræði skapast af því að leikklukkan fer ekki af stað, skal dæma óíþróttamannslega villu án viðvörunar. 2) Grein 38 - Tæknivilla Það gerist æ oftar að leikmenn láti sig falla til að fiska villu, til þess að: a. Skapa sér ósanngjarnt hagræði við að villa er ranglega dæmd á andstæðing. b. Skapa óvinveitt andrúmsloft meðal áhorfenda í garð dómara. Slík hegðun er augljóslega ekki í anda leiksins. Því skal dæmd tæknivilla eftir að búið er að aðvara leikmenn liðsins fyrir svipaða hegðun, með því að tala við aðalþjálfarann.
Áherslur frá FIBA
11 okt. 2007FIBA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem skerpt á túlkun leikreglna. Um er að ræða tvö atriði: 1) Grein 36 - Óíþróttamannsleg villa Eftirfarandi hefur færst í aukana á lokamínútum jafnra leikja: a. Knötturinn er utan vallar, þar sem lið A á að taka innkast. b. Knötturinn er enn í höndum dómarans eða er enn í höndum leikmannsins sem tekur innkastið. c. Þá veldur leikmaður liðs B snertingu við leikmann liðs A sem er á vellinum, og villa er dæma á lið B. Hér veldur leikmaður liðs B augljóslega snertingu til að villa verði dæmd og leikklukkan ekki sett af stað. Þar sem leikmaðurinn er ekki að reyna að ná knettinum (sem er enn utan vallar) og óréttmætt hagræði skapast af því að leikklukkan fer ekki af stað, skal dæma óíþróttamannslega villu án viðvörunar. 2) Grein 38 - Tæknivilla Það gerist æ oftar að leikmenn láti sig falla til að fiska villu, til þess að: a. Skapa sér ósanngjarnt hagræði við að villa er ranglega dæmd á andstæðing. b. Skapa óvinveitt andrúmsloft meðal áhorfenda í garð dómara. Slík hegðun er augljóslega ekki í anda leiksins. Því skal dæmd tæknivilla eftir að búið er að aðvara leikmenn liðsins fyrir svipaða hegðun, með því að tala við aðalþjálfarann.