8 okt. 2007Rússar urðu í gær Evrópumeistarar kvenna í körfubolta eftir að hafa unnið sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5231-54-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5222.teamID_.html[v-]68-74[slod-]. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem sama þjóðin verður Evrópumeistari bæði í karla og kvennaflokki sama árið. Karlalið Rússlands sigraði einnig lið Spánverja í úrslitaleik Evrópumóts karla í september. Rússar voru sterkari aðilinn í úrslitaleiknum í gær en þær misstu þó næstum niður 21 stiga forskot þegar Spænska liðið kom með áhlaup í seinni hálfleik. Rússnesku stúlkurnar náðu þó að halda forystunni og tryggja sér langþráðan sigur. Með sigrinum tryggðu Rússar sér einnig sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Í leik um þriðja sætið sigraði Hvíta Rússland lið Lettlands [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5230-53-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5222.teamID_.html[v-]72-63[slod-].