7 okt. 2007Spánverjar og Rússar tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramóts kvenna sem fer fram á Ítalíu um þessar mundir. Spánverjar unnu sigur á Hvíta Rússlandi [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5227-49-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5222.teamID_.html[v-]70-54 [slod-] og Rússar gersigruðu Letta [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5227-50-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5222.teamID_.html[v-]67-36[slod-]. Spánverjar höfðu tapað í undanúrslitum Evrópukeppninnar þrisvar sinnum í röð en tókst loksins að tryggja sér sæti í úrslitunum eftir góðan sigur á Hvíta Rússlandi. Rússland hefur hins vegar ekki átt í vandræðum með að komast í úrslitaleikinn en liðið hefur leikið í fleiri úrslitaleikjum í Evrópukeppninni en nokkur önnur þjóð. Liðin mættust í riðlakeppninni og þar tókst Rússum að sigra. Það er ljóst að þarna munu mætast tvær stórþjóðir í Evrópskum körfubolta og það má því búast við góðum úrslitaleik. Hægt er að fylgjast með gangi mála á [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?[v-]heimasíðu FIBA Europe[slod-].