5 okt. 2007Það urðu óvænt úrslit á Evrópumóti kvenna í gær þegar Hvíta Rússland sló út Evrópumeistarana frá Tékklandi. Það voru ekki margir sem spáðu Hvíta Rússlandi sigri í leiknum gegn stórveldi Tékka. Tékkar unnu sigur í E-riðli en Hvíta Rússland var í fjórða sæti F-riðils eftir keppni í milliriðlum. Hvíta Rússland lék kom þó á óvart með frábærum leik gegn Tékkum. Leikurinn var jafn og spennandi en Hvíta Rússland var þó sterkari aðilinn í síðari hálfleik og náði að sigra [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5225-43-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5225.teamID_.html#{A187D102-4288-4A2B-A104-E22EEF94BD45}[v-]46-52[slod-]. Lettar tryggðu sér einnig sæti í 4-liða úrslitunum þegar þær sigruðu Frakka [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5225-44-A-1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5225.teamID_.html[v-]66-62[slod-]. Lettland náði góðri forystu í fjórða leikhluta og leiddi 59-46 þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Frakkland kom þá með mikið áhlaup og náði að minnka muninn í 2 stig þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Tékkar náðu þó að nýta vítin sín í lokin og tryggðu sér sigur. Í dag lýkur 8-liða úrslitunum með tveimur leikjum. Litháen mætir Rússlandi og Spánn mætir Belgíu.