4 okt. 2007Í dag hefst keppni í átta liða úrslitum á Evrópumóti kvenna í körfubolta. Lettar mæta Frökkum og Hvíta Rússland mætir Tékklandi. Keppni í milliriðlum lauk í gær. Rússar tryggðu sér sigurinn í F-riðli þegar þær unnu Spánverja [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/cid_6iuImPznISA,Xm2h6JKRB3.gameID_5224-F-7-3.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_5224.teamID_.html[v-]64-49[slod-] í úrslitaleik um fyrsta sæti riðilsins. Frakkar og Hvítrússar komust með þeim upp úr F-riðli. Tékkland var efst í E-riðli og Lettland í öðru sætinu. Belgía og Litháen komust líka upp úr riðlinum. Tékkneska liðið er því talið sigurstranglegra gegn Hvíta Rússlandi í leiknum í dag. Það verður erfiðara að spá fyrir um úrslitin í leik Lettlands og Frakklands en bæði liðin hafa leikið ágætlega á mótinu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á [v+]http://www.eurobasketwomen2007.com/en/[v-]heimasíðu keppninnar[slod-].