3 okt. 2007KKÍ og Iceland Express undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning. Iceland Express verður áfram annar af aðalsamstarfsaðilum KKÍ. Samningurinn hleypur á tugum milljóna og er lengsti samstarfssamningur sem KKÍ hefur gert. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði á fundinum að báðir aðilar væru mjög ánægðir með samstarf undanfarna tveggja ára og því var ákveðið að skrifa undir nýjan samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn gildir því út tímabilið 2010-2011. Ýmsar nýjungar eru í þessum samningi. Til dæmis fá sigurvegarar í Iceland Express deildunum 700.000 krónur í verðlaunafé. Einnig verður settur upp borði á heimasíðum félaganna í Iceland Express deildunum þar sem hægt verður að bóka flug með Iceland Express. Viðkomandi félag mun svo fá hluta af verðgildi farmiða sem bókaðir eru í gegnum heimasíðurnar í sinn hlut. Iceland Express mun koma öflugt inn í kynningarstarf körfuboltans á Íslandi á næstu árum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið við KKÍ og þennan nýja samning. Hann sagði að bæði Iceland Express og körfuboltinn á Íslandi væru í mikilli sókn og að hann vonaðist til að bæði myndu halda áfram að blómstra á næstu árum.
KKÍ og Iceland Express framlengja samstarfssamning
3 okt. 2007KKÍ og Iceland Express undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning. Iceland Express verður áfram annar af aðalsamstarfsaðilum KKÍ. Samningurinn hleypur á tugum milljóna og er lengsti samstarfssamningur sem KKÍ hefur gert. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði á fundinum að báðir aðilar væru mjög ánægðir með samstarf undanfarna tveggja ára og því var ákveðið að skrifa undir nýjan samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn gildir því út tímabilið 2010-2011. Ýmsar nýjungar eru í þessum samningi. Til dæmis fá sigurvegarar í Iceland Express deildunum 700.000 krónur í verðlaunafé. Einnig verður settur upp borði á heimasíðum félaganna í Iceland Express deildunum þar sem hægt verður að bóka flug með Iceland Express. Viðkomandi félag mun svo fá hluta af verðgildi farmiða sem bókaðir eru í gegnum heimasíðurnar í sinn hlut. Iceland Express mun koma öflugt inn í kynningarstarf körfuboltans á Íslandi á næstu árum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, lýsti yfir mikilli ánægju með samstarfið við KKÍ og þennan nýja samning. Hann sagði að bæði Iceland Express og körfuboltinn á Íslandi væru í mikilli sókn og að hann vonaðist til að bæði myndu halda áfram að blómstra á næstu árum.